9.6.2008 | 22:20
Ég ætla mér að...
Djöfull er magnað að sjá bloggfærslur hjá fólki, vælandi " Ég er búinn að fá nóg" ( eflaust fór viðkomandi á rúntinn að fá sér ís ). Eða "Hingað og ekki lengra" ( Semsagt viðkomandi fór þangað.....á bílnum ).
Einhverjir taðhausar á Yaris vælandi undan okri hins og þessa en nota samt bílinn að því að "ég þarf bíl ". Minn bíll er nýlegur og er 6 strokka með sinni 16 lítra eyðslu þýskt brak lúxusbíll, hefði verið gáfulegra af mér að fá mér Yaris, þá væri ég glaður að fylla á hann, allavegana glaðari
En ég valdi mér þennan bíl og þarf þá að sætta mig við uppsett verð á eldsneyti, ekki þýðir að vera með samstöðu og ekki virkar að blogga með feitletrun "ég er búinn að fá nóg....mímímímímímí....mí"
Fólk er svo ódýrt í markaðsettningu hins völduga heimsveldis.
Bensín líterinn á eftir að fara uppí 200 USD + Fyrir áramótin
Ég ætla að fá Stóran.....risastóran nýlegan jeppa á lágu verði bráðum, einhver á eftir að fara á hausinn ligga ligga lái.
MÍmímímímímímímímímímímí...
Eldsneytisverðhækkun vegna veikrar stöðu dals og hás olíuverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki trúi ég að þú myndir leggja 6 strokka þýska bílnum fyrir japanska dollu?? Ég meina það má alveg vera gaman áfram þó bensínið hækki.
S. Lúther Gestsson, 9.6.2008 kl. 22:33
Það er erfitt að fara af stórum jálk og yfir á pínulitla dollu, ég ætti annsi erfitt með að þora útí umferðina á slíkum tekatli
Held að bensínið muni lækka einn daginn allverulega og gott betur, sama hvað stjórnmálamenn segja ( sölumenn dauðans ). Heimurinn mun ekki ganga án eldsneytis sem skilar sér í hungursneyð í iðnríkjum og bandbrjáluðu fólki ef þetta fer yfir 150 usd ( sem það mun gera ) fyrir haustið en ekki áramót.
Sigurður Jóhannesson, 11.6.2008 kl. 00:10
"Það er að segja hungursneyð nálægt 200 usd átti það að vera frekar"
Sigurður Jóhannesson, 11.6.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.