Flugatvik.

Veit einhver hvar þetta er tekið.

Þetta eru skemmtilegt að sjá á alvöru flugsýningum, væri gaman að hafa einhvern tíman flugsýningu á Íslandi.

Hver fjandinn...Er þetta ekki Ómar.

 

Allar þotur hjá Airbus og Boeing eiga að ráða við að taka á loft / fljúga og lenda á einum hreyfli.

En sumar hjá rússunum eru ekki alveg að gefa sig, enda mundi maður ALDREI fara um borð í farþega þotu af rússnesku bergi brotin, rússar eru snillingar í flugvélaframleiðslu, sér í lagi

orustuþotum eins og t.d SU- 27, 30 og 35 og Mig 25 sem allir orustuflugmenn annara þjóða vilja ekki lenda í návígi við.


mbl.is Icelandair vél nauðlenti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrsta myndbandið er frá yfirflugi yfir Kelowna flugvöll í Kanada. Vélin var nýkomin úr breytingu þar sem vænglingar (winglets) voru settir á hana. Þetta var fyrsta vélin í flugflota Icelandair sem fékk vænglinga og var því litið á þessa breytingu sem merkan viðburð. Slíkir vænglingar spara um 3% í eldsneyti sem gerir flugflotann því mun umhverfisvænni en ella auk þess sem þeir koma til með að lækka kostnað umtalsvert þegar fram líða stundir.

Sölvi (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Sigurður Jóhannesson

Það passar Sölvi

Sigurður Jóhannesson, 10.7.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Sigurður Jóhannesson

Í sambandi við Neðsta videoið af rússnesku Tubolov 134 vélinni, þá er þeir komnir yfir þröskuldinn ( 80 hnúta hraði ) sem bannar þeim að hætta við flugtak og þíðir að vélin skal fara upp þó vængirnir dyttu af í bruninu. Þarna fór fugl í hreyfil #1 og búið að lyfta upp nefinu, en flugmennirnir taka uppá því að hætta við flugtak og þar með búnir að sjá til þess að vélin færi 100% útaf á talsverðum hraða. Eitt sinn missti að mig minnir Boeing vél hreyfilinn af í bruni og hann fór yfir vænginn og tók með sér hluta af flöpsum, en upp skyldi vélin fara samt og lenda, reyndar fórst sú vél en flugstjórinn með mikla reynslu hefði geta með réttum viðbrögðu komið henni öruggri niður. Að miklu leiti voru vinnureglum breytt í kjölfarið á því slysi og ný vinnuregla sett í handbók.

Sigurður Jóhannesson, 10.7.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Magnað lowpass þarna í Portúgal

En talandi um Rússneskar farþegaflugvélar, þá lofar þessi góðu...Sukhoi var að kynna nýja farþegavél (þá fyrstu síðan Sovétríkin liðuðust í sundur) og mun hún væntanlega keppa við Embraer E-190 á 70-100 sæta regional markaðnum.  Eg flaug annars með Embraer E-175 um daginn og hún er alger draumur í dós...tæki hana framyfir A-318 eða 737-600 any day.

http://popsci.typepad.com/popsci/2007/09/sukhoi-unveils-.html

Róbert Björnsson, 11.7.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband